Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
Vegna einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, greiðist til þess safnaðar sem hann tilheyrir og miðast við 1. desember næst á undan gjaldári.
Vegna einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags.
Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands.
Vegna einstaklinga, sem eru í þjóðkirkjunni og eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, greiðist gjaldið til Jöfnunarsjóðs sókna, sbr. 5. gr.
1)Rg. 206/1991
, sbr. 81/1999.