kröfu launþega um vinnulaun fyrir síðustu þrjá starfsmánuði hans hjá vinnuveitanda, þar með talinn hluti launa sem haldið var eftir af vinnuveitanda skv. VIII. kafla laga nr. 86/1988,1)
kröfu viðurkennds lífeyrissjóðs um vangoldin lífeyrissjóðsiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir frestdag að uppfylltum skilyrðum III. kafla laga þessara; ábyrgðin takmarkast þó við lágmark 4. gr. laga nr. 55/1980,2)
bóta vegna launamissis í allt að þrjá mánuði vegna riftunar eða uppsagnar vinnusamnings, enda skal sá sem krefst bóta samkvæmt þessum lið sýna fram á með vottorði vinnumiðlunar að hann hafi leitað eftir annarri atvinnu þann tíma sem bóta er krafist,
bóta til launþega sem vinnuveitanda ber að greiða vegna tjóns af völdum vinnuslyss eða til þess sem tilkall á til bóta vegna dauðsfalls launþega, enda fylgi bótakröfunni forgangsréttur í bú vinnuveitandans,
skiptatryggingar sem launþegar eða lífeyrissjóður hafa greitt. Sama gildir um óhjákvæmilegan kostnað sem launþegi eða sá sem krefst bóta skv. e-lið hefur orðið að greiða vegna nauðsynlegra ráðstafana til innheimtu kröfu sinnar, þó að hámarki samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar.
Þeir sem sæti áttu í stjórn gjaldþrota félags eftir að fjárhag þess tók verulega að halla. Þetta á þó ekki við um þá sem sæti eiga í varastjórn félags nema þeir hafi gegnt stjórnarstörfum á umræddu tímabili.
Forstjóri, framkvæmdastjóri og þeir aðrir sem vegna starfa sinna hjá hinum gjaldþrota vinnuveitanda áttu að hafa þá yfirsýn yfir fjárhag fyrirtækisins að þeim mátti ekki dyljast að gjaldþrot þess væri yfirvofandi á þeim tíma sem unnið var fyrir vinnulaununum.
Maki þess sem ástatt er um sem segir í a–c-liðum, svo og skyldmenni hans í beinan legg og maki skyldmennis í beinan legg. Leiði ákvæði þetta til mjög ósanngjarnrar niðurstöðu að mati sjóðstjórnar getur stjórnin ákveðið að heimila greiðslu til þessara launþega úr ríkissjóði á grundvelli laganna, enda þótt launakrafa hafi ekki verið viðurkennd sem forgangskrafa, sbr. 3. gr. og 3. mgr. 112. gr. gjaldþrotaskiptalaga, nr. 21/1991.
Hverjum störfum launþegi gegndi, upphaf og lok starfstíma hans, hver launakjör hans hafi verið og eftir hverjum samningum þau fóru, sundurliðun kröfu, svo sem í vinnulaun, orlof, bætur, vexti, kostnað og til hvaða tímabils krafan nær.
hvort skilað hafi verið til innheimtuaðila ríkissjóðs þeim hluta launa sem vinnuveitanda bar að halda eftir samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda; ef það hefur ekki verið gert skal enn fremur eftir föngum gerð grein fyrir þeim fjárhæðum sem vinnuveitanda bar að halda eftir af launum launþega,