Lagasafn.  Uppfært til 1. október 1999.  Útgáfa 124.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra

1931 nr. 36 8. september


1. gr.
     [Þjónandi prestar og prófastar skulu fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur.]1)

1)L. 141/1998, 1. gr.


2. gr.
     Ráðuneytið leggur sóknarprestinum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir lögboðnar skýrslur og embættisvottorð.

3. gr.
     Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá,1) er ráðuneytið setur til 10 ára í senn.

1)Gjaldskrá 149/1986.