Lagasafn.  Uppfært til 1. október 1999.  Útgáfa 124.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum

1980 nr. 94 31. desember


1. gr.
     Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.1)
     [Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta breytingu á samningnum sem gerð var með samningi 3. ágúst 1989.]2)

1)Sjá Stjtíð. A 1980, bls. 241–344, sbr. l. 24/1990, 3. gr.2)L. 24/1990, 1. gr.


2. gr.
     [Ákvæði samningsins með áorðnum breytingum skulu hafa lagagildi hér á landi.]1)2)

1)L. 24/1990, 2. gr.2)Augl. C 19/1981 og 12/1982.


3. gr.
     Fjármálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.